Á 115. fundi bæjarráðs var samþykkt að taka tilboði Ellerts Skúlasonar hf í verið endurgerð gatna. Á þessu og næsta ári verður unnið að endurgerð Suðurgötu, Vogagerðis suður (sunnan Ægisgötu) og Kirkjugerðis.
Annar verkhluti er Suðurgata. Framkvæmdir hefjast í fyrstu viku september. Áætluð verklok þess hluta eru 31. október.
Verktaki hefur vinnu við Suðurgötu fyrstu viku í september. Reynt verður að haga framkvæmdum á þann veg að sem fæstir verða fyrir óþægindum í einu. Þó verða allir að gera sér grein fyrir að götur lokast tímabundið, verða ófærar bílum o.s.frv.
Vogagerði suður verður botnlangagata á meðan unnið er í Suðurgötu. Samhliða jarðvegsskiptum í Suðurgötu verða gangstéttar lagðar í Vogagerði suður.
Aðgengi að bílastæði við Álfagerði (Vogagerðis megin) mun skerðast eða verða örðugra á tímabili.
Vinnubúðir verktaka verða á lóðinni Vogagerði 23 (gömlu Glaðheimalóðinni).
Íbúar eru beðnir um að sýna biðlund og þolinmæði á meðan verkinu stendur.
Vogum 2. september, 2011
Eirný Vals, bæjarstjóri