ENDURBIRT AUGLÝSING

Um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Frístundabyggð í Hvassahrauni.

Athygli er vakin á því að frestur til að skila athugasemdum við tillöguna hefur verið framlengdur
til og með 2. maí 2018 frá áður birtri auglýsingu.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 28. febrúar 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi frístundabyggðar í Hvassahrauni, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í eftirfarandi:
• Lóð númer 22 skiptist í tvær lóðir. Lóðin var áður 8.340 m2 og innan hennar byggingarreitur fyrir eitt frístundahús, verkfærahús og bátaskýli. Aðkoma akandi umferðar og bílastæði er frá aðkomuvegi austan lóðarinnar. Eftir breytingu verða til tvær lóðir og fá þær númerin 22A og 22B.
Lóð 22A er 4.181 m2 og er aðkoma að henni og bílastæði frá aðkomuvegi vestan lóðarinnar.
Lóð 22B er 4.163 m2 og er aðkoma að henni og bílastæði frá aðkomuvegi austan lóðarinnar, á sama stað og gert var ráð fyrir aðkomu og bílastæðum áður en lóðinni var skipt í tvær lóðir.
Ástæða þess að samanlögð stærð lóða 22A og 22B er 4 m2 meiri en lóð 22 var áður er ónákvæmni í uppgefinni stærð á uppdrætti gildandi deiliskipulags.
Innan beggja lóða er byggingarreitur fyrir frístundahús, verkfærageymslu og bátaskýli.
• Hámarks grunnflötur frístunahúsa innan byggingarreita á lóðum á skipulagssvæðinu fer úr 120 m2 í 190 m2.
• Hámarks grunnflötur verkfærageymsla innan byggingarreita á lóðum á skipulagssvæðinu fer úr 10 m2 í 50 m2.
• Hámarks grunnflötur bátaskýla innan byggingarreita á lóðum á skipulagssvæðinu fer úr 15 m2 í 30 m2.
• Heimilt er að hafa verkfærageymslu og bátaskýli sem eitt hús og ef svo er má stærð byggingar vera að hámarki samanlögð stærð þeirra beggja, þ.e. 80 m2.
• Breytingar eru gerðar á texta á þann hátt að fellt er út að frístundahús á skipulagssvæðinu séu 1 hæð og svefnloft og þess í stað verður aðeins gert ráð fyrir hámarkshæð bygginga, sem hækkar úr 5,0 m í 6,5 m. Vegghæð skal vera að hámarki 5,0 m.
• Heimilt verður að hafa gististarfsemi í frístundahúsum á skipulagssvæðinu skv. flokki I (heimagisting) og flokki II (gististaður án veitinga) í samræmi við reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Sækja þarf um rekstrarleyfi til sýslumanns vegna starfsemi í flokki II, gististaður án veitinga, í samræmi við 25. gr. áðurnefndrar reglugerðar.

Tillagan er sett fram á uppdráttum ásamt greinargerð og vísast til þeirra um nánari upplýsingar.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með miðvikudeginum 7. mars 2018 til og með miðvikudagsins 2. maí 2018. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga,  /static/files/import/skipulag/skipulag_i_kynningu/skipulag_i_kynningu/..
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en miðvikudaginn 2. maí 2018.

Vogum, 12. apríl 2018
f.h. bæjarstjórnar,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri