Elinan Olohuone / Stofan hennar Elinu

Helgina 13.-15. apríl 2012 býður finnski listamaðurinn Elina Lajunen gestum til stofu í Hlöðunni í Vogum.

Undanfarnar vikur hefur finnski listamaðurinn Elina Lajunen dvalið í gestavinnustofu sveitarfélagsins Voga og unnið að verkinu Elinan Olohuone / Stofan hennar Elinu sem flutt verður helgina 13.-15. apríl nk. í Hlöðunni við Minni-Voga Egilsgötu 8 Vogum.

Elina hefur safnað frásögnum og gripum úr nánasta umhverfi. Úr þeim hefur hún svo endurskapað stofu. Þar mætast hefðbundnar stofumublur og óvæntir hlutir m.a. ættaðir úr nærliggjandi fjöru. Verkið endurspeglar mynd hennar af staðnum og dvölinni á Íslandi.
Elina býður gestum að dvelja í þessu rými og þeirri veröld sem hún hefur sett saman.

Dagskrá (pdf)

Nánari upplýsingar má nálgast á www.hladan.org