Einbýlishúsalóð laus til úthlutunar

Sveitarfélagið Vogar auglýsir lausa til úthlutunar einbýlishúsalóð við Vogagerði 23. Lóðin hefur áður verið auglýst laus til umsóknar, en er nú auglýst með 50% afslætti á gatnagerðargjöldum með vísan til 1. mgr. 7. gr. Samþykktar fyrir gatnagerðargjald, sölu byggingarréttar, stofngjald vatnsveitu og fráveitu og byggingarleyfisgjald í Sveitarfélaginu Vogum nr. 989/2007.

Gatnagerðargjöld eru þrjár milljónir króna með ofangreindum afslætti.

Vakin er athygli á úthlutunarreglum vegna íbúðarhúsnæðis og Samþykkt fyrir gatnagerðargjald sem aðgengileg eru á vef sveitarfélagsins www.vogar.is

Þá er jafnframt vakin sérstök athygli á því að lóðin er í grónu hverfi og því ríkari kröfur um frágang og byggingarhraða. Frestur lóðarhafa til að hefja framkvæmdir á lóðinni eru sex mánuðir frá því að honum berst tilkynning um úthlutun lóðar. Innan árs frá úthlutun skal bygging vera fokheld, tilbúin að utan og lóð grófjöfnuð. Innan 2ja ára frá úthlutun skal bygging vera að fullu lokið ásamt frágenginni lóð.

Umsóknum einstaklinga um byggingarétt þarf að fylgja staðfesting banka eða lánastofnunar á greiðsluhæfi að lágmarki 25 milljónir kr. Fyrirtækjum ber að skila ársreikningi.

Umsóknareyðublöð og skipulagsuppdrættir fást á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga að Iðndal 2, Vogum.

Skipulagsuppdrátt og nánari upplýsingar má nálgast hér.

Bæjarstjóri