Úrslit kosninganna urðu þau, að E-listinn fékk 326 atkvæði eða 57,7% og fjóra menn og H-listinn fékk 239 atkvæði eða 42,3% og þrjá menn. Á kjörskrá voru 692 og kjörsókn var 83,4%. Auðir og ógildir seðlar voru 12. Í næstu bæjarstjórn sitja, frá E-lista: Birgir Örn Ólafsson, Inga Rut Hlöðversdóttir, Hörður Harðarson og Anný Helena Bjarnardóttir. Frá H-lista: Inga Sigrún Atladóttir, Sigurður Kristinsson og Íris Bettý Alfreðsdóttir. Ný sveitarstjórn tekur við völdum 15 dögum eftir kjördag.