AUGLÝSING
um forkynningu deiliskipulags fyrir
íþróttasvæði og Aragerði, Sveitarfélaginu Vogum.
Í samræmi við 4. mgr. 40. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Sveitarfélagið Vogar hér með kynningu á tillögu að deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði og Aragerði. Svæðið sem skipulagið nær til er norðan Hafnargötu, austan Austur- og Mýrargötu og vestan Vatnsleysustrandarvegar. Innan svæðisins eru lóðirnar Hafnargata 15 og 17.
Deiliskipulagstillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð.
Forkynning stendur yfir frá 28. nóvember til 5. desember 2011.
Miðvikudaginn 30. nóvember á milli kl. 14:00-16:00 er skipulags- og byggingarfulltrúi til viðtals á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga til að svara fyrirspurnum og taka við ábendingum.
Á meðan á forkynningu stendur er hægt að koma ábendingum til skipulags- byggingarfulltrúa sem einnig mun svara fyrirspurnum um útfærslu tillögunnar. Öllum ábendingum verður komið á framfæri við umhverfis- og skipulagsnefnd og bæjarstjórn en vakin er athygli á því að þær teljast ekki formlegar athugasemdir.
Að lokinni forkynningu verður tillagan lögð fram í umhverfis- og skipulagsnefnd og vísað þaðan til afgreiðslu bæjarstjórnar. Þegar bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi verður það gert með áberandi hætti og gefst þá tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillöguna innan athugasemdafrests.
Tillagan er aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, http://vogar.is og á skrifstofu sveitarfélagsins Iðndal 2, frá 28. nóvember til 5. desember 2011.
Deiliskipulag íþróttasvæði og Aragerði - forkynning
Vogum, 23. nóvember 2011.
Sigurður H. Valtýsson
Skipulags- og byggingarfulltrúi