Dagur leikskólans

Þann 6. febrúar n.k. er dagur leikskólans, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Þetta er fimmta árið í röð sem leikskólar halda daginn hátíðlegan. Tilgangurinn er að auka jákvæða umræðu um leikskólann, vekja umræðu um hlutverk leikskóla, starf leikskólakennara og kynna starfsemina út á við.

Á undanförnum árum höfum við á Suðurvöllum gert daginn eftirminnilegan á margvíslegan hátt. Í ár er ætlunin að gera listaverk barnanna sýnileg, en þau munu prýða veggi í stofnunum í sveitarfélaginu. Einnig ætlar kór leikskólans að fara í vettvangsheimsókn og syngja fyrir starfsmenn á bæjarskrifstofunni.

Bestu kveðjur frá öllum á Suðurvöllum.