Dagskrá Safnahelgar í Vogum laugardaginn 14. mars 2015

Safnahelgi í Vogum

Dagskrá:

Kl. 13.00 - 14.30 í Stóru- Vogaskóla
Lestrarfélagið Baldur - Bókasafnið í Stóru-Vogaskóla

Sýning á ýmsum munum í eigu Vogabúa sem tengjast hinum Norðurlöndunum og norrænu samstarfi. Gestir eru hvattir til að hafa meðferðis muni og sýna þá á staðnum.
Tónleikar: Þorgerður Ása Aðalsteinsdóttir vísnasöngkona syngur og leikur sönglög frá Norðurlöndum. Á efnisskránni eru m.a. lög eftir Barböru Helsingius, Bergþóru Árnadóttur og Olle Adolphson.

Kl. 15:00 í Álfagerði
Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar minnist aldarafmælis rithöfundarins Jóns Dan Jónssonar. Hann var fæddur á Vatnsleysuströnd og í mörgum af bókum hans má þekkja sögusvið úr bernskusveit hans. Sagt verður frá Jóni og lesið upp úr nokkrum ritverkum hans.

Boðið upp á kaffi og kleinur.
Allir velkomnir.

Sveitarfélagið Vogar, Lestrarfélagið Baldur, Minja- og sögufélag Voga og Norræna félagið Vogum