Dagskrá Safnahelgar í Vogum 9. – 11. mars 2018

Föstudagur 9. mars kl. 18:00 – 23:00
Sundlaugin Vogum
Hafnargata 17

Í tengslum við Safnahelgina verður kvöldopnun í sundlauginni, stemning og tónlist frá kl. 18:00. Einnig verður í boði sundlaugar zumba kl. 20:00 og eru allir velkomnir, börn og fullorðnir.
Opið verður til kl. 23:00 í sundlauginni þennan dag.



Laugardagur 10. mars kl. 13:00 – 15:00
Sundlaugin Vogum
Hafnargata 17

Ljósmyndasýning í íþróttamiðstöð
Myndir af mannlífi og náttúru í Vogum fyrr og nú.


Sunnudagur11. mars kl. 13:00 – 15:30 
Kálfatjarnarkirkja
Kálfatjörn Vatnsleysuströnd
Málþing um séra Stefán Thorarensen, sveitarhöfðingja, prest, sálmaskáld og menntafrömuð á 19. öld í Kálfatjarnarkirkju og safnaðarheimili.

Sunnudagur kl. 12:00 – 16:00
Norðurkot
Kálfatjörn Vatnsleysuströnd

Opið í Norðurkotsskóla, sem starfaði 1903 – 1910  í tengslum við skólann sem Stefán stofnaði og Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hefur endurbyggt á Kálfatjörn sem skólasafn.

Frístunda- og menningarnefnd Voga, Kálfatjarnarkirkja og Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar
Einnig er hægt að nálgast dagskrá safnahelgar hér