Dagskrá Safnahelgar í Vogum 11. – 12. mars 2017

Ókeypis er á öll söfn á Suðurnesjum helgina 11-12. mars
Hægt er að sjá alla dagskránna http://safnahelgi.is/

Dagskrá í Vogum.

Föstudagur
Sundlaugin Vogum
Hafnargata 17

Í tengslum við safnahelgina þá verður kvöldopnun í sundlauginni, diskóljós og tónlist frá kl. 18:00. Einnig verður í boði sundlaugar zumba kl. 20:30 og eru allir velkomnir, börn og fullorðnir.
Opið verður til 23:00 í sundlauginni þennan dag.

Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar og Kálfatjarnarkirkja.
Myrkraverk á Kálfatjörn.

Myrkraganga um kirkjugarðinn og nágrenni kirkjunnar.
Sögur af látnum, nálægð við dauðann. Draugasaga og draugagangur í tóftum Skjaldbreiðar. Sandra Helgadóttir segir draugasögu og leiklistarnemar úr Vogum sveima með. Gangan hefst klukkan 22:00 og eru allir velkomnir sem þora.


Laugardagur kl. 11:00 – 15:00
Sundlaugin Vogum
Hafnargata 17

Wipeoutbraut í sundlauginni – Brjálað fjör fyrir alla. 

Kl. 13:30 – 15:30
Ljósmyndasýning í félagsmiðstöð
Myndir af mannlífi og náttúru í Vogum fyrr og nú.


Sunnudagur kl. 15:00 
Álfagerði
Akurgerði 25

Vogar í máli og myndum – horft til baka
Gamli tíminn rifjaður upp. Farið yfir myndir úr myndasafni minja- og sögufélagsins og rætt um þær.
Allir velkomnir.