224. fundur bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga verður haldinn í fundarsal bæjarstjórnar Iðndal 2, 11. september 2024 og hefst kl. 17:30.
Hér er hægt að nálgast fundinn í beinni útsendingu
Tekið fyrir að nýju 2. mál á dagskrá 62. fundar skipulagsnefndar frá 20. ágúst: Endurskoðun aðalskipulags 2024 - 2040 - 2104026
Áframhaldandi vinna vegna breytinga á aðalskipulagi. Lögð fyrir vinnslutillaga aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga 2024-2040.
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir aðalskipulagstillöguna og leggur til við bæjarstjórn að hún verði send til Skipulagsstofnunar til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og í framhaldi auglýst í samræmi við 31. gr. sömu laga. Ómar Ívarsson sat fundinn undir þessum dagskrárlið.
Tekið fyrir 3. mál á dagskrá 407. fundar bæjarráðs frá 4.september: Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga.
Tekin fyrir staðan á óformlegum sameiningarviðræðum sveitarfélaga.
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð vísar málinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.