Undanfarin tvö ár hefur Stóru-Vogaskóli verið í samstarfi við skóla í Belgíu, Tékklandi, Englandi og Noregi um verkefni þar sem áhersla er lögð á tungumálakennslu í gegnum umhverfið. Hluti af verkefninu er Comeníusardagur sem haldinn er einu sinni á ári og verður nú haldinn föstudaginn 21. nóvember.
Börnin fá tækifæri til að tala við börn í öðrum löndum í gegnum tölvuforrit og vefmyndavél, þau smakka mat frá löndunum, mála fána, spila spil, leika leiki, hlusta á tónlist, lesa bækur og lita myndir frá löndunum auk þess sem þau skoða myndbönd frá hinum skólunum í verkefninu.
Börnin verða gestgjafar í sinni stofu og mega koma með hlut að heiman sem tengjast samstarfslöndunum fimm.
Einkennismerki verkefnisins The World Around Us