Bylting í aðstöðu barna og unglinga framundan


Á föstudaginn var tekin skóflustunga að viðbyggingu við íþróttamiðstöðina.
Fyrir rúmlega einu ári síðan var sett á stofn þarfagreininganefnd sem hafði
það hlutverk að skoða húsnæðisþarfir fyrir börn og unglinga. Niðurstaðan var
sú að byggja 700 fermetra húsnæði þar sem félagsmiðstöðin og
frístundaskólinn yrðu á efri hæð og starfsemi fyrir íþróttahúsið og
umhverfisdeild bæjarins á neðri hæð.  Ákveðið var að fá Fasteign til að
byggja húsið og var samið við Almennu verkfræðistofuna um hönnun og
verktakann Hjalti Guðmundsson til að byggja. Gert er ráð fyrir að húsið
verði tilbúið til notkunar næsta sumar. Á lóðinni er meðal annars gert ráð
fyrir hljólabrettabraut og pláss er tekið frá fyrir viðbótar sparkvöll. Með
þessari glæsilegu aðstöðu mun öll íþrótta-og tómstundaaðstaða verða undir
sama þaki.

 hspace=2 src=   hspace=2 src=

Fulltrúar þeirra hópa sem munu nota aðstöðuna tóku fyrstu skóflustunguna.
Fyrir hönd íþróttaiðkenda Hulda Hrönn Agnarsdóttir, íþróttamaður ársins í
Vogum, fyrir hönd frístundaskólans, Berglind Ólafsdóttir og Stefán Óskar
Gíslason fyrir hönd þeirra sem stunda félagsstarfið.