Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur staðfest breytingu á Samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Voga ásamt viðauka Um embættisafgreiðslur skipulags- og byggingarfulltrúans í Sveitarfélaginu Vogum.
Markmið breytinganna er meðal annars að :
• Auka svigrúm umhverfis- og skipulagsnefndar til stefnumótunar á sviði umhverfis- og skipulagsmála
• Einfalda og hraða afgreiðslu byggingarmála sem falla undir IV. -kafla skipulags- og byggingarlaga.
• Bæta stjórnsýslulega framkvæmd við afgreiðslu byggingarmála.
Í breytingunni felst að skipulags- og byggingarfulltrúa er heimilt að afgreiða án staðfestingar umhverfis- og skipulagsnefndar og bæjarstjórnar ákveðin mál sem falla undir IV. -kafla skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997
Skipulags- og byggingarfulltrúa er eftir breytinguna t.a.m. heimilt að:
afgreiða auglýstar eða grenndarkynntar deiliskipulagstillögur sem engar athugasemdir berast við til Skipulagsstofnunar og auglýsa í stjórnartíðindum .
gefa út framkvæmdaleyfi skv. 27. gr. skipulags- og byggingarlaga sem eru í samræmi við skipulagsáætlanir og mat á umhverfisáhrifum.
skipta jörðum, löndum og lóðum og breyta landamerkjum án staðfestingar umhverfis- og skipulagsnefndar, sbr. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Skipulags- og byggingarfulltrúi og umsóknaraðili geta alltaf vísað máli til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsnefndar, kjósi þeir svo.
Sjá nánar í samþykktum Sveitarfélagsins Voga.