-Líf og fjör á bryggjunni-Laugardaginn 5. júní verður Bryggjudagurinn í Vogum haldinn hátíðlegur í annað sinn. Dagurinn er samstarfsverkefni félagasamtaka í Sveitarfélaginu Vogum og er haldinn í tengslum við sjómannadaginn. Dagskráin fer öll fram við bryggjuna í Vogum og hefst kl. 11:00. Fjölskyldudorgveiði verður milli 11:00-12:00. Keppt verður í hinum ýmsu leikjum eins og flekahlaupi, koddaslag og stígvélakasti svo eitthvað sé nefnt. Skráning í leikina verður á svæðinu milli 11:00-12:00. Aldurstakmark í leikina er 12 ára, nema með skriflegu samþykki foreldris. Boðið verður uppá grillaðar pylsur og svala milli 12:00-13:00. Ungmennafélagið Þróttur verður með sjoppu á svæðinu. Dagskráin endar með siglingu undir Stapann. Allir þeir sem eiga björgunarvesti eru hvattir til að mæta með þau með sér. Íbúar Sveitarfélagsins Voga og nágrannar þeirra eru hvattir til að taka þátt í skemmtilegri dagskrá. Rétt er að taka fram að dagskrá bryggjudagsins getur tekið breytingum eftir veðri.
Börn verða að vera í fylgd með fullorðnum!