Bröns hjá Þrótturum og skrifað undir samning við Securitas

Margt var um manninn í bröns sem getraunadeild Þróttar Vogum hélt síðasta laugardag, í kringum 40 manns eru að taka þátt í tippdeild félagsins. Alla laugardaga hefur félagið verið með samhliða getraunastarfinu opið hús sem kallast félagskaffi. Hefur myndast góð stemmning fyrir þessu og er þetta klárlega komið til að vera. Hvetjum við alla til að mæta og taka þátt í starfinu. Ungmennafélag er ekki bara íþróttafélag, heldur líka hluti af samfélaginu. Hafa margir heimsótt okkur frá því að við byrjuðum síðasta haust, enda er þetta frábær vettvangur fyrir gamla sem nýja félaga að hittast. Einnig hefur þetta eflt félagsandann til hins betra.

Við sama tækifæri komu þeir Kjartan Már Kjartanson og Vogamaðurinn Hafliði Jónsson frá Securitas og skrifuðu undir styrktarsamning við okkur Þróttara, erum við Securitas ákaflega þakklátir fyrir þeirra framlag til félagsins, báðir aðilar vænta mikils af samstarfinu. Kjartan hélt stutta tölu og fór aðeins yfir starf Securitas á Reykjanesi.
 
Að lokum langar okkur að hvetja alla til að mæta á laugardögum milli 11:00-13:00. Alltaf heitt á könnunni og frábær stemmning !!!


Marteinn Ægisson formaður knattspyrnudeildar Þróttar skrifaði undir samning við Securitas á laugardaginn.
En þeir Kjartan Már Kjartansson og Vogamaðurinn Hafliði Jónsson mættu á svæðið.

 

 

Spámenn Íslands

 

 

 

Við stöndum saman!