Bæjarstjórn hefur ákveðið að stytta þann tíma sem afgreiðsla er opin til að koma til móts við lækkað starfshlutfall á árinu 2010. Starfshlutfall var lækkað tímabundið í hagræðingarskyni.
Næsta árið verður afgreiðsla bæjarskrifstofu opin sem hér segir:
Vakin er athygli á því að ávallt er hægt að skilja eftir skilaboð á símsvara í síma 440-6200 og senda fyrirspurnir og erindi á netfangið skrifstofa@vogar.is. Jafnframt er hægt að nálgast upplýsingar á vef sveitarfélagsins www.vogar.is. Áfram verður hægt að panta tíma hjá félagsþjónustunni í síma 420-7555.
Beðist er velvirðingar á óþægindum sem íbúar kunna að verða fyrir vegna þessara breytinga, en jafnframt óskað eftir því að tímabundnar hagræðingaraðgerðir sem þessar njóti skilnings.
Bæjarstjóri.