Frá og með 1. janúar 2012 varð sú breyting á niðurgreiðslum leikskólagjalda að þær verða framvegis tekjutengdar en ekki bundnar við hjúskaparstöðu foreldra. Allir foreldrar geta því sótt um niðurgreidd leikskólagjöld í samræmi við tekjuviðmið sem Sveitarfélagið Vogar setur.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tekjuviðmið vegna niðurgreiðslu leikskólagjalda:
TEKJUVIÐMIÐ | ||
Brúttótekjur á ári | Á mánuði | Afsl. |
Einstaklingur | ||
0 til 2.576.700 kr. |
214.725 kr. | 40% |
2.576.701 til 3.092.040 kr. |
257.670 kr. | 20% |
Fólk í sambúð | ||
0 til 3.607.380 kr. |
300.615 kr. | 40% |
3.607.381 til 4.328.856 kr. |
360.738 kr. | 20% |
Niðurgreitt leikskólagjald gildir einungis af heilsdagsgjaldi, vegna greiðslu fyrir 8 klst eða lengri dvöl.
Gjaldskrá leikskóla 2012 (pdf)
Umsókn um niðurgreiðslu leikskólagjalda (pdf)
Fylgigögn sem þurfa að fylgja með umsókn eru eftirfarandi:
Staðfest afrit af síðasta skattframtali (Reitir 2.7 og 3.10 á skattframtali eru teknir til tekna)
ATH! Afrit af skattskýrslu er aðgengileg á heimasvæði hvers og eins hjá skattinum. www.skattur.is
Ef tekjur umsækjanda eru lægri en þær sem koma fram á skattframtali þurfa eftirfarandi gögn einnig að fylgja:
Launaseðlar síðastliðna 3 mánuði
Greiðsluseðlar vegna atvinnuleysisbóta (ef við á)
Yfirlit yfir bætur frá Tryggingastofnun Ríkisins (ef við á)
Yfirlit yfir lífeyrissjóðsgreiðslur (ef við á)
Hægt er að senda umsókn rafrænt á netfangið skrifstofa@vogar.is, þá þurfa að koma þær upplýsingar fram sem beðið er um á umsóknareyðublaðinu ásamt fylgigögnum í viðhengi, einnig er hægt að skila umsókn og fylgigögnum á bæjarskrifstofu frá kl. 8:30-15:30 alla virka daga.
Sækja þarf um fyrir 15. janúar 2012 til að fá leiðréttingu á áðursendum janúar greiðsluseðli sem er á eindaga 16.1.2012, en berist umsókn 16.-30. janúar 2012 verður gerð tvöföld niðurgreiðsla á febrúargjöldum.
Endurnýja þarf umsókn um niðurgreiðslu ár hvert, mun það vera í byrjun skólaárs, nánari upplýsingar síðar.