Breyta hrepp í bæ.

Hreppsnefnd hefur samþykkt að óska eftir því við Félagsmálaráðuneytið að
breyta hreppnum í bæ. Algengt er að sveitarfélög sem ná 1000 íbúa markinu
fari í  þessa breytingu á stjórnsýslunni. Þetta þýðir þó ekki að íbúar
finni fyrir mikilli breytingu, hvorki í rekstri né þjónustu. Nafnið
Vatnsleysustrandarhreppur mun hverfa af skiltum, bréfsefni og fl. en áfram
verður að sjálfsögðu talað um Vatnsleysuströnd og Voga. Hreppsnefnd hefur
ekki ákveðið hvaða nafn komi í stað Vatnsleysustsrandarhrepps en væntanlega
verður það ákveðið á næsta fundi. Ýmsar hugmyndir hafa heyrst s.s.
Sveitarfélagið Vogar og Vatnsleysustrandabær.