Breikkun Reykjanesbrautar - Umhverfismat

Mat á umhverfisáhrifum til kynningar
.
- Breikkun Reykjanesbrautar milli Hafnarfjarðar og Njarðvíkur

Kynningin stendur í 6 vikur, frá 28. nóvember til 9. janúar, og það er jafnframt sá frestur sem fólki gefst kostur á að skila skriflegum athugasemdum til Skipulagsstofnunar.

Í skýrslunni er fjallað um mat á umhverfisáhrifum breikkunar Reykjanesbrautar. Fyrirhugað er að breikka brautina úr tveimur akreinum í fjórar á um 24 km kafla frá sveitarfélagamörkum Hafnarfjarðar og Vatnsleysustrandarhrepps og vestur fyrir Seylubraut í Reykjanesbæ. Í matsskýrslu þessari er að finna lýsingu á framkvæmdasvæði, fyrirhugaðri framkvæmd og mati á umhverfisáhrifum framkvæmda. Skýrslan er unnin af Hönnun hf. fyrir Vegagerðina sem er framkvæmdaraðili þessa verks.

Markmið með breikkun Reykjanesbrautar er að ná fram hærra þjónustustigi og auknu öryggi vegarins.

Framkvæmdin er matsskyld samkvæmt lögum nr. 106/2000, sbr. 5. gr. og lið 10 ii. í 1. við-auka laganna.

Skýrsluna má nálgast með því að smella á myndina eða hér.