Borgarafundur um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Vogum.

Borgarafundur um skipulagsmál í Sveitarfélaginu Vogum.
-skipulagsdagur 21.maí í Tjarnarsal-

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga boðar til borgarafundar um skipulagsmál í sveitarfélaginu. Á fundinum fer fram kynning á tillögu að nýju aðalskipulagi í öndvegi, en jafnframt verður boðið upp á kynningu að skipulagsmálum almennt í sveitarfélaginu.

Dagskrá
Tjarnarsalur opnar kl. 11
11.10 Forseti bæjarstjórnar setur fundinn.
11.15 Kynning tillögu að nýju aðalskipulagi. Ómar Ívarsson, skipulagsfræðingur.
12.00 Fyrirspurnir og umræður í um 30 mínútur.

Skipulagsráðgjafar og kjörnir fulltrúar verða á staðnum til að ræða við gesti og taka við ábendingum.

Boðið verður upp á súpu og brauð í hádeginu.

Bæjarstjóri