Bókasafnið opnar eftir sumarfrí, á morgun fimmtudaginn 9. ágúst.
Bókasafnið er til húsa í Stóru-Vogaskóla og hýsir skólabókasafnið og almenningsbókasafnið sem gengur undir nafninu Lestrarfélagið Baldur. Einnig er samstarf milli bókasafnsins og annarra almenningsbókasafna á Suðurnesjum, þannig geta skírteinishafar fengið lánaðar bækur á bókasöfnum nágrannasveitarfélaganna á Suðurnesjum og skilað á bóksafnið í Vogum.
Opnunartími er á mánudögum kl. 19 - 21 og fimmtudögum kl. 19 - 21.
Í bókasafninu er fjöldinn allur af skemmtilegum barna- og unglingabókum. Nemendur Stóru- Vogaskóla geta fengið þessar bækur lánaðar, ýmist á skólatíma eða á opnunartíma bókasafnsins.
Sum þeirra fræðirita sem til eru á bókasafninu eru ekki ætluð til útlána og sama gildir um tímarit. Hins vegar er ágæt aðstaða til lestrar á bókasafninu og er fólk hvatt til nýta sér þá aðstöðu. Starfsmaður bókasafnsins er fólki innan handar um að finna og velja bækur.
Bóksafnsskírteini kostar 1.200 kr. á ári.
Hámarks útlánstími á hverja bók eru 30 dagar.