Bryggjudagurinn var haldinn hátíðlegur laugardaginn 9. júní s.l. Björgunarsveitin Skyggnir og Smábátafélagið Vogum stóðu að deginum í samstarfi við Þorbjörn, Selhöfða, Vogabæ, Hlöðuna og Sveitarfélagið Voga.
Fjölmenni var í sólinni á bryggjunni í Vogum þar sem fór fram fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.
Gestir gátu bæði tekið þátt og fylgst með hinu og þessu sem fór fram s.s. dorgveiði, koddaslag og flekahlaupi.
Boðið var upp á grillaðar pylsur og drykk, Kalip tók lagið, Hlaðan bauð upp á ýmsar veitingar og tvíæringur Hauks Aðalsteinssonar var til sýnis og síðan sjósettur í fyrsta skipti.
Dagskráin endaði með því að boðið var í siglingu undir Stapann og voru margir sem nýttu sér það.
Bryggjudagurinn í Vogum er greinilega kominn til að vera.
Meðfylgjandi eru myndir frá Bryggjudegi þar sem fjölmargir gestir skemmtu sér hið besta.
Myndirnar tóku Guðjón Sverrir Agnarsson og Kristinn Björgvinsson.
Hægt er að skoða fleiri myndir frá Bryggjudeginum í myndasafninu hér.