Bæjarritari tekur til starfa

Eirný Valsdóttir hefur tekið til starfa á bæjarskrifstofu Sveitarfélagsins Voga. Eirný er ráðinn í nýtt starf bæjarritara, sem er staðgengill bæjarstjóra. Bæjarritari hefur yfirumsjón með skrifstofuhaldi og fjármálum bæjarsjóðs og stofnana hans. Bæjarritari er lykilstarfsmaður við innleiðingu nýs skipurits, starfsmannastefnu og verkferla.

Eirný hefur víðtæka reynslu og þekkingu á fjármálum, stjórnsýslu og málefnum sveitarfélaga. Hún er rekstrarfræðingur að mennt og hefur að auki lokið MBA gráðu í viðskiptafræði og MPM gráðu í verkefnastjórnun. Undanfarin 18 ár hefur hún unnið að fjölbreyttum verkefnum innan stjórnsýslunnar og bankakerfisins, hjá Akraneskaupstað, Glitni og Rannís.  

Ráðning bæjarritara er liður í endurskoðun stjórnskipulags Sveitarfélagsins Voga sem unnið hefur verið að undanfarna mánuði.

Myndin er tekin í Þórðarhöfða í Skagafirði í lok maí á þessu ári, en Eirný er mikil útivistarmanneskja og hefur meðal annars gengið margar af gönguleiðunum í Sveitarfélaginu Vogum.

Eirný er boðin velkomin til starfa í öflugum hópi starfsmanna Sveitarfélagsins Voga.