Ávaxtatré í Aragerði

Búið er að gróðursetja epla- og kirsuberjapar auk nokkurra berjarunna í Aragerði.

Eplaparið er gjöf Hvatafélaginu Á-vexti. Íbúar gáfu berjarunna (sólber og hindber) og sveitarfélagið keypti tvö kirsuberjatré.
Nokkrar myndir voru teknar af þessu tilefni (sjá myndir). Bæði fyrr í sumar þegar staður var valinn og svo þegar gróðursett var.

Trén og runnarnir sem settir voru niður eru ágæt viðbót við fallegan gróður í Aragerði. Vilji er til að gróðursetja meira, sérstaklega botngróður sem dreifði vindstrengjum er ná í gegnum grenitrén. Einnig þarf að planta skjólbelti norðan við Aragerði.

Sérlega gaman væri að bæta við berjarunnum og tilvalið er að gróðursetja perutré.
Það er ósk bæjarstjórnar og Hvatafélagsins Á-vaxta að íbúar sveitarfélagsins taki vel á móti gjöfinni og sýni henni sömu virðingu og hlýhug og Aragerði hefur notið frá því eigendur Austurkots gáfu Kvenfélaginu Fjólu það.