Aukin framleiðsla eldis í Vogavík

Þann 9. september var haldið opið hús í Tjarnarsal, Stóru- Vogaskóla, þar sem kynnt var mat á umhverfisáhrifum aukinnar framleiðslu í eldisstöð Stofnfisks í Vogavík. Fyrirkomulag fundarins var með þeim hætti að upplýsingar um framkvæmdina og umhverfisáhrif hennar voru settar fram á veggspjöldum og fulltrúar frá Stofnfiski og Verkís voru á staðnum til að svara fyrirspurnum.

Frummatsskýrslu Stofnfisks og veggspjöldin má nálgast á vef Verkís[https://www.verkis.is/thjonusta/umhverfi-og-skipulag/mat-a-umhverfisahrifum/verkefni-i-kynningu/stofnfiskur-kynning]

Allir geta kynnt sér umhverfismatið og lagt fram athugasemdir.

Hvaða frestur er til að gera athugasemdir til Skipulagsstofnunar?
Kynningartími skýrslunnar er frá 2. september til 15. október.
Athugasemdir skulu vera skriflegar og berast Skipulagsstofnun eigi síðar en 15. október næstkomandi.
Hægt að senda athugasemdir á skipulag@skipulag.is.

Hvernig hefur almenningur verið upplýstur um kynningu frummatsskýrslu?
Í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu. Einnig á vogar.is, Facebook Voga og reykjanesbaer.is.

Skipulagsstofnun hefur leitað umsagna hjá eftirfarandi aðilum:
Sveitarfélaginu Vogum
Fiskistofu
Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja
Minjastofnun Íslands
Matvælastofnun
Náttúrufræðistofnun Íslands
Orkustofnun
Umhverfisstofnun