AUGLÝSING UM ÚTGÁFU FRAMKVÆMDALEYFIS

Suðvesturlínur
Suðurnesjalína 2, 220 kV háspennulína
 í Sveitarfélaginu Vogum


Í samræmi við ákvæði skipulagslaga nr. 123 frá 2010 veitti Sveitarfélagið Vogar, þann 22.04.2015, Landsneti hf. framkvæmdaleyfi fyrir byggingu þess hluta Suðvesturlína, Suðurnesjalínu 2, 220 kV háspennulínu, sem liggur innan sveitarfélagamarka Sveitarfélagsins Voga. Innan Sveitarfélagsins Voga liggur línan meðfram Suðurnesjalínu 1, u.þ.b. 50 metra sunnan línustæðis hennar á eignarlandi. Framkvæmdin tekur til um 50 háspennumastra auk tengdra framkvæmda. Umhverfis- og skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga samþykkti umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi á fundi nefndarinnar þann 17. febrúar 2015 og bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga á fundi sínum þann 25. febrúar 2015. Álit Skipulagsstofnunar um umhverfisáhrif framkvæmdarinnar, skv. ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000,  liggur fyrir í áliti Skipulagsstofnunar frá 17. september 2009. Í álitinu er fjallað um svokallaðar Suðvesturlínur í heild en Suðurnesjalína 2 er hluti þeirrar framkvæmdar. 

Framkvæmdaleyfið og tengd gögn má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins Voga undir vefslóðinni /static/files/import/skipulag/grenndarkynning_-_sudurnesjalina_2/grenndarkynning_-_sudurnesjalina_2

Í samræmi við 4. gr. laga nr. 130 frá 2011, um úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála, er vakin er athygli á því að þeir sem eiga lögvarinna hagsmuna að gæta sem og umhverfis- og útivistarsamtök með minnst 30. félaga, enda samrýmist tilgangi samtakanna að gæta þeirra hagsmuna sem kæran lýtur að, geta kært útgáfu leyfisins innan mánaðar frá birtingu auglýsingar þessarar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Skuggasundi 3, 101 Reykjavík, sjá nánar heimasíðu nefndarinnar uua.is.

Vogum, 4. maí 2015.

F.h. Sveitarfélagsins Voga,
Ásgeir Eiríksson,
bæjarstjóri.