Auglýsing um tillögu að breytingu á deiliskipulagi
lóðar Stofnfisks við Vogavík í Sveitarfélaginu Vogum.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 29. apríl 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar Stofnfisks við Vogavík, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni felst að byggingarreitur D færist frá því að vera í norðaustur horninu á lóðinni í suðvestur hornið), ásamt að bílastæði færast til og þeim fækkar. Áður var gert ráð fyrir skrifstofu- og rannsóknabyggingu (eða öðrum byggingum sem þjóna starfsemi svæðisins) en eftir breytingu er gert ráð fyrir seiða- og skrifstofubyggingu (eða öðrum byggingum sem þjóna starfsemi svæðisins. Byggingarmagn reitsins er aukið í 5.000 m² úr 2.000 m² og hámarkshæð seiða- og skrifstofubyggingar verður 10,0 m. Byggingarreitur A (kerskýli, eldishús, eldisker og önnur mannvirki tengd fiskeldi og fiskvinnslu) minnkar vegna færslu byggingarreits D og bílastæða ásamt nýju aðkomusvæði. Byggingarreitur B (kerskýli, eldishús, eldisker og önnur mannvirki tengd fiskeldi og fiskvinnslu) stækkar yfir það svæði þar sem byggingarreitur D var fyrir breytingu. Bætt er við upplýsingum um þær byggingar sem byggðar hafa verið frá því deiliskipulagið öðlaðist gildi.
Auglýsing um tillögu að breytingu á deiliskipulagi
lóðar Stofnfisks við Vogavík í Sveitarfélaginu Vogum.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 29. apríl 2020 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi lóðar Stofnfisks við Vogavík, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni felst að byggingarreitur D færist frá því að vera í norðaustur horninu á lóðinni í suðvestur hornið), ásamt að bílastæði færast til og þeim fækkar. Áður var gert ráð fyrir skrifstofu- og rannsóknabyggingu (eða öðrum byggingum sem þjóna starfsemi svæðisins) en eftir breytingu er gert ráð fyrir seiða- og skrifstofubyggingu (eða öðrum byggingum sem þjóna starfsemi svæðisins. Byggingarmagn reitsins er aukið í 5.000 m² úr 2.000 m² og hámarkshæð seiða- og skrifstofubyggingar verður 10,0 m. Byggingarreitur A (kerskýli, eldishús, eldisker og önnur mannvirki tengd fiskeldi og fiskvinnslu) minnkar vegna færslu byggingarreits D og bílastæða ásamt nýju aðkomusvæði. Byggingarreitur B (kerskýli, eldishús, eldisker og önnur mannvirki tengd fiskeldi og fiskvinnslu) stækkar yfir það svæði þar sem byggingarreitur D var fyrir breytingu. Bætt er við upplýsingum um þær byggingar sem byggðar hafa verið frá því deiliskipulagið öðlaðist gildi.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með miðvikudeginum 13. maí 2020 til og með miðvikudagsins 24. júní 2020. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga,
https://www.vogar.is/is/thjonusta/skipulag/skipulag-i-kynningu/.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en miðvikudaginn 24. júní 2020.
Vogum, 13. maí 2020
f.h. bæjarstjórnar,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með miðvikudeginum 13. maí 2020 til og með miðvikudagsins 24. júní 2020. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is/Skipulag/Skipulag_i_kynningu/.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en miðvikudaginn 24. júní 2020.
Vogum, 13. maí 2020
f.h. bæjarstjórnar,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri