Auglýsing um skipulag – Sveitarfélagið Vogar

Tillögur að breytingum á deiliskipulagi,
Sveitarfélaginu Vogum.

Með vísan til ákvæða 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga þann 26. febrúar 2014 samþykkt að auglýsa eftirfarandi tillögur að breytingum á deiliskipulagi í Sveitarfélaginu Vogum.
Íþróttasvæði, tjaldsvæði og Aragerði
Breytingin afmarkast við reit sem er norðan Hafnargötu, austan Marar- og Mýrargötu og vestan Vatnsleysustrandarvegar. Breytingin felst í að: Norðan og vestan megin við fótboltavöll eru settir inn byggingarreitir fyrir áhorfendastúkur án skyggnis eða þaks. Heimilt er að byggja allt að 2,0m háan skjólvegg ofan á manartoppi aftan við stúkurnar. Hámarksstærðir: að norðanverðu: 50 x 9.2m eða 460m² að vestanverðu: 50 x 8.3m eða 415m². Lóð nr. 19 er færð um 3m til suðurs til samræmis við lóðarblað.
Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð, breytingardags. 10.02.2014 og vísast til hennar um nánari upplýsingar.
Vogar – Iðndalur.
Breytingin afmarkast af reit sem afmarkast af lóðinni við Iðndal 2. Breytingin felst í að innan lóðar Iðndals 2 er tekin út 45 m² lóð fyrir dreifistöð rafveitu, sem er til staðar og hefur ekki verið mörkuð sérstök lóð fram að þessu, og minnkar lóð fyrir Iðndal 2 sem því nemur. Markaður er 30m² byggingarreitur á lóðinni fyrir dreifistöð og sett fram kennisnið, sem heimila nýja dreifistöð, allt að 2,5m x 3,5m að grunnfleti og 2,3m háa, komi til endurnýjunar. Einnig er sett inn kvöð um legu lagna og aðkomu að dreifistöð ásamt göngustíg fyrir almenning.
Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð, breytingardags. 11.02.2014 og vísast til hennar um nánari upplýsingar.
Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með mánudeginum 3. mars nk. til og með mánudagsins 14. apríl 2014. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar hér fyrir neðan.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingatillögurnar. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en mánudaginn 14. apríl 2014. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við breytingartillögurnar innan tilskilins frests telst samþykkur þeim.

Vogum, 3. mars 2014.
F.h. bæjarstjórnar,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri

 Breyting á deiliskipulagi íþróttasvæðis

 Breyting á deiliskipulagi Iðndals