Auglýsing um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum.

 
AUGLÝSING
Um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
Miðsvæði

Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 27. júní 2018 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi Miðsvæðis, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Í breytingunni felst m.a. að íbúðum við Keilisholt 1 og 3 er fjölgað úr 40 í 64 alls, eða úr 20 í 32 í hvoru húsi og gert verði ráð fyrir 1,5 bílastæðum fyrir hverja íbúð í stað 2. Byggingareitum Lyngholts 19 og Breiðuholts 22 breytt. Legu gangstéttar og langstæða við Breiðuholt 8-10 og 12-14 og lóðum Breiðuholts 2, 4, 6 og 8-10 hliðrað vegna þess. Gert er snúningssvæði í enda götunnar að vestanverðu og breytast því lóðarmörk vegna þess. Lagfært er misræmi milli skilmála í greinargerð og skýringarmyndar fyrir húsgerð C. Ýmsar lagfæringar gerðar varðandi lóðir, byggingarreiti og bílastæði í samræmi við útgefin lóðarblöð. Sýndar manir við Vogabraut og Keilisholt. Tillagan er sett fram á uppdrætti og vísast til hans um nánari upplýsingar.

Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með miðvikudeginum 4. júlí 2018 til og með miðvikudagsins 15. ágúst 2018. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga,  /static/files/import/skipulag/skipulag_i_kynningu/skipulag_i_kynningu

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en miðvikudaginn 15. ágúst 2018.

Vogum, 4. júlí 2018
f.h. bæjarstjórnar,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri