Auglýsing um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum.

 AUGLÝSING
Um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum.
Tillögur að breytingu á deiliskipulagi

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 29. maí 2017 að auglýsa eftirfarandi tillögur að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:

Miðsvæði. Breytingin felst í eftirfarandi: Bætt er við götunöfnum og húsnúmerum innan skipulagssvæðisins. Í stað fjögurra einbýlishúsalóða og tveggja parhúsalóða sunnan Lyngholts er gert ráð fyrir fimm parhúsalóðum. Í stað tveggja einbýlishúsalóða og einnar parhúsalóðar sunnan Breiðuholts er gert ráð fyrir þremur parhúsalóðum. Bætt er við 38 m2 lóð og byggingarreit fyrir dreifistöð rafveitu við Skyggnisholt 3 ásamt því að skilmálar eru settir fyrir bygginguna. Vegna nýrrar lóðar minnkar lóð við Skyggnisholt 1 úr 5.000 m2 í 4.962 m2. Gert er ráð fyrir 6 íbúðum innan hvers byggingarreits (B) fyrir fjölbýlishús við Skyggnisholt en áður var aðeins gert ráð fyrir 4 íbúðum innan hvers byggingarreits. Fjölbýlishúsin eru sjö og því fjölgar íbúðum um 14, úr 28 í 42. Bætt er við upplýsingum úr deiliskráningu fornminja. Þá er bætt við skilmálum vegna framkvæmda í nánd við fornminjar og að samráð skuli haft við Minjastofnun Íslands vegna framkvæmda. Uppfærðar eru upplýsingar og tilvísarnir í lög og reglugerðir og upplýsingar og tilvísanir í gildandi aðalskipulag.

Íþróttasvæði, tjaldsvæði og Aragerði. Breytingin felst í eftirfarandi: Breytt er fyrirkomulagi innan tjaldsvæðisins og nánar skilgreint hvaða hlutar þess eru fyrir tjöld annarsvegar og húsbíla, hjólhýsi, fellihýsi og tjaldvagna hinsvegar. Þá er felldur burt göngustígur sem gert var ráð fyrir í gegnum tjaldsvæðið frá austri til vesturs. Staðsetning þjónustuhús breytist og færist það frá bílastæði og til norðurs um 50 m en með því er það betur staðsett miðsvæðis á tjaldsvæðinu. Hámarksstærð hússins er óbreytt eða 100 m2. Aðkoma að þjónustuhúsinu verður um þjónustuveg vestan tjaldsvæðis. Gert er ráð fyrir allt að 6 smáhýsum innan tjaldsvæðisins, austast á svæðinu. Hvert þeirra er að hámarki 25 m2 að flatarmáli og húsin ekki hærri en 3,5 metrar (húsgerð C). Aðkoma akandi umferðar að smáhýsunum verður um þjónustuveg frá bílastæði tjaldsvæðisins við Hafnargötu.

Hafnarsvæði. Breytingin felst í eftirfarandi: Bætt er við götunöfnum og húsnúmerum innan skipulagssvæðisins. Í samræmi við gildandi lóðarblað og þess sem er í raun er legu götunnar Jónsvör breytt við gatnamót við Hafnargötu og hliðrast gatan til vesturs nær höfninni, jafnfram er breidd götunnar breytt. Með þessari breytingu skapast pláss fyrir nýja lóð, Hafnargötu 2. Innan þeirrar lóðar er þegar gömul bygging og er skilgreindur byggingarreitur umhverfis hana. Lóðarmörk núverandi lóða við Hafnargötu 4, 6, 8 og 10 og Jónsvör nr. 1 og 7  eru lagfærð til samræmis við gildandi lóðarblað. Húsagerð á lóð nr. 1. við Jónsvör er breytt úr „Verbúðir fyrir smábátaeigendur“ (B) í „Iðnaðarhúsnæði„ (A). Byggingarreitir á lóðum nr. 3, 5 og 7 við Jónsvör stækka úr 450 m2 í 600 m2. Byggingarreitirnir stækka til norðurs inn á lóðirnar en bindandi lína byggingarreita meðfram götu er óbreytt. Nýtingarhlutfall iðnaðarlóða við Jónsvör hækkar úr 0,3 í 0,55 og er ástæðan m.a. sú að að þegar hefur verið byggt á lóðunum umfram heimild skv. gildandi deiliskipulagi. Bætt er við 1020 m2 lóð fyrir gámasvæði við Jónsvör 9, en engin byggingarreitur verður innan lóðarinnar. Bætt er við kvöð um legu lagna á lóðunum við Hafnargötu 2 og Jónsvör nr. 1, 5 og 9. Uppfærðar eru upplýsingar og tilvísarnir í lög og reglugerðir og upplýsingar og tilvísanir í gildandi aðalskipulag.

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með mánudeginum 12. júní 2017 til og með mánudagsins 24. júlí 2017. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Sveitarfélagsins Voga,  /static/files/import/skipulag/skipulag_i_kynningu/skipulag_i_kynningu
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en mánudaginn 24. júlí 2017.


Vogum, 12. júní 2017
f.h. bæjarstjórnar,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri