Auglýsing um skipulag.

 

AUGLÝSING
Um skipulag í Sveitarfélaginu Vogum.
Tillögur að breytingu á deiliskipulagi

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 30. ágúst 2017 að auglýsa eftirfarandi tillögur að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010:
Iðnaðarsvæði við Vogabraut.
Breytingin felst í eftirfarandi: Lóðirnar við Heiðarholt 2, 2a og 4 eru sameinaðar í eina lóð, Heiðarholt 2. Stærð sameinaðar lóðar er 6.725 m2. Vegna sameiningar lóðanna eru gerðar breytingar á bygginarreitum og verður einn byggingarreitur innan sameinaðar lóðar. Stærð og lega byggingarreitsins er í samræmi við byggingarreiti aðliggjandi lóða til suðurs, sem og bindandi byggingarlína. Sjálfsafgreiðslustöð eldsneytis sem gert var ráð fyrir á lóðinni fellur út eftir breytinguna og er því ekki þörf fyrir einstefnu aðkomuleið akandi umferðar inn á lóðina frá Vogabraut og fellur hún út. Jarðvegsmön norðan Vogabrautar mun framlengjast um 50 m. Gert er ráð fyrir húsgerð A innan sameinaðar lóðar og verður nýtingarhlutfall það sama og fyrir húsgerð A eða 0,4.
Iðndalur.
Breytingin felst í eftirfarandi:  Bætt er við aðkomuleið að baklóðum á milli lóða við Iðndal 15 og 23. Heitisbreyting er gerð á lóðum við Iðndal 5 og 5A sem verða Stapavegur 5 og 5A. Breyting er gerð á lóðarmörkum við Stapaveg 5, 5A og 7. Lóð við Stapaveg 7 stækkar til suðurs og minnka lóðir við Stapaveg 5 og 5A vegna þess. Lóð við Stapaveg 7 stækkar úr 7.457 m² í 8.294 m². Lóð við Stapaveg 5 minnkar úr 1.075 m² í 813 m². Lóð við Stapaveg 5A minnkar úr 2.078 m² í 1.524 m². Vegna breyttra lóðarmarka breytast byggingareitir og aðkoma akandi umferðar að lóðum við Stapaveg 5 og 5A. Lóðarmörk og lóðarstærð við Iðndal 1 eru leiðrétt. Nýtingarhlutfall lóða hækkar úr 0,4 í 0,5.
Tillögurnar eru settar fram á uppdrætti ásamt greinargerð og vísast til þeirra um nánari upplýsingar.
Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með með þriðjudeginum 5. september 2017 til og með þriðjudagsins 17. október 2017. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Sveitarfélagsins Voga, /static/files/import/skipulag/skipulag_i_kynningu/skipulag_i_kynningu
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en þriðjudaginn 17. október 2017.

Vogum, 5. september 2017
f.h. bæjarstjórnar,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri