Auglýsing um endurskoðun á Aðalskipulagi

Auglýsing um endurskoðun og kynningarfund

aðalskipulags Sveitarfélagsins Voga

Aðalskipulag 2020-2040

Skipulags- og matslýsing

 

Sveitarfélagið Vogar hefur ákveðið að hefja vinnu við endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins. Á fundi bæjarstjórnar 18. desember 2019 var samþykkt að tillaga að skipulags- og matslýsingu yrði kynnt og leitað umsagna um hana í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

 

Í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Sveitarfélagið Vogar hér með kynningu á skipulags- og matslýsingu fyrir aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2020-2040.

 

Skipulags- og matslýsingin er sett fram í greinargerð og má nálgast hana á heimasíðu sveitarfélagsins https://www.vogar.is/is/thjonusta/skipulag/skipulag-i-kynningu , auk þess sem hún liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Iðndal 2 í Vogum.

Athugasemdum og ábendingum við efni lýsingarinnar má skila til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2,  190 Vogum, eða á netfangið skrifstofa@vogar.is.

Þær skulu vera skriflegar og er þess óskað að þær berist eigi síðar en 6. mars 2020.

 

Almennur kynningarfundur um skipulags- og matslýsinguna fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila í sveitarfélaginu verður haldinn fimmtudaginn 13. febrúar n.k., kl. 19:30 í Álfagerði að Akurgerði 25.

 

Mikil áhersla er lögð á samráð við íbúa og alla þá sem hagsmuna eiga að gæta varðandi framtíðarskipulagið. Eru því allir áhugasamir hvattir til að koma á kynningarfundinn í Álfagerði n.k. fimmtudag, og taka þátt í að móta framtíðina.

 

 

 

Vogum, 12. febrúar 2020.

F.h. bæjarstjórnar,

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri