AUGLÝSING um deiliskipulag Kálfatjörn, Vatnsleysuströnd, Sveitarfélaginu Vogum.

Með vísan til ákvæða 1. mgr. 41. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga þann 28. apríl, 2011 samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir Kálfatjörn, Vatnsleysuströnd, Sveitarfélaginu Vogum.

Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 25.09.2010 og br. 14.03.2011 og felur m.a. í sé skipulag fyrir 18 holu golfvöll, golfskála, hótel, áhaldahús og skýli á æfingasvæði. Einnig er gert ráð fyrir undirgöngum undir Vatnsleysustrandarveg, þjónustuvegum og stígum á golfvelli. Þá eru skilgreindar lóðir undir kirkju og þjónustuhús sem tilheyrir Kálfatjarnarkirkju og lóð undir Norðurkot og Skjaldbreið sem tilheyrir Minjafélagi Vatnsleysustrandar.

Uppdráttur að tillögu liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins Iðndal, 2, 190 Vogum svo þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við hana athugasemdir.

Tillöguna að deiliskipulagi er einnig að finna á vef sveitarfélagsins http://vogar.is/Skipulag/Deiliskipulag_i_auglysingu/

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur út kl. 16:00 fimmtudaginn 23. júní, 2011 og skal athugasemdum skilað skriflega til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogum. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan þessa frests telst vera henni samþykkur.


Vogum, 10. maí, 2011
F.h. bæjarstjórnar
Eirný Vals, bæjarstjóri