Auglýsing um deiliskipulag Iðnaðarsvæði við Vogabraut

Tillaga að breytingu á deiliskipulagi
fyrir iðnaðarsvæði við Vogabraut.


Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkti þann 29. mars 2017 að auglýsa tillögu að breytingu á deiliskipulagi, skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir  iðnaðarsvæði við Vogabraut þar sem lóðirnar við Heiðarholt 2, 2a og 4 eru sameinaðar í eina lóð, Heiðarholt 2. Stærð sameinaðar lóðar er 6.728 m2. Tillagan er sett fram á uppdrætti ásamt greinargerð og vísast til hennar um nánari upplýsinga.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með fimtudeginum 6. apríl 2017 til og með fimtudeginum 18. maí 2017. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga,  /static/files/import/skipulag/skipulag_i_kynningu/skipulag_i_kynningu

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið
skrifstofa@vogar.is fyrir 18. maí 2017

Vogum 6. Apríl 2017

fh. Bæjarstjórnar

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri