AUGLÝSING
um deiliskipulag fyrir
íþróttasvæði, tjaldsvæði og Aragerði
Sveitarfélaginu Vogum.
Með vísan til ákvæða 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 hefur bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga þann 28. desember, 2011 samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir íþróttasvæði, tjaldsvæði og Aragerði, Sveitarfélaginu Vogum.
Deiliskipulagssvæðið afmarkast af Vatnsleysustrandarvegi til austurs, Hafnargötu til suðurs, íbúðarlóðum við Egilsgötu, Austurgötu og Mýrargötu til vesturs, íbúðarlóðum við Staðarborg, og Gíslaborg til norðvesturs og safngötunni Grænuborg til norðausturs. Svæðið er rétt tæpir 9 hektarar að flatarmáli og nær til 3ja skilgreindra svæða í aðalskipulagi, íþróttasvæði við Hafnargötu, OS-1 (5,5 ha), Aragerði og nágrenni, OS2-3 (2,7 ha) og íþróttamiðstöð og sundlaug Þ-4 (0,8 ha). Deiliskipulagstillagan felur m.a. í sér að skilgreind eru íþróttasvæði með völlum og leiksvæðum, tjaldsvæði og lóðir fyrir þjónustuhús, söluturn og smáhýsasvæði og bæjargarðurinn Aragerði. Tillagan er sett fram á uppdrætti og í greinargerð dags. 21.12.2011 og vísast til hennar um nánari upplýsingar.
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá 2. janúar til 20. febrúar 2012. Tillagan er einnig aðgengileg á vef Sveitarfélagsins Voga, www.vogar.is
Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eigi síðar en mánudaginn 20. febrúar 2012. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests telst samþykkur henni.
Vogum, 29. desember 2011.
F.h. bæjarstjórnar,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri