Auglýsing um atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna kosninga til Alþingis 25. apríl 2009

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla vegna alþingiskosninga þann 25. apríl nk. verður sem hér segir á skrifstofu sýslumannsins í Keflavík, Vatnsnesvegi 33, Keflavík og Víkurbraut 25, efri hæð, Grindavík:

Frá 2. mars til og með 17. apríl, verður opið alla virka daga frá kl. 08:30 til 15:00 í Keflavík, en í Grindavík frá kl. 08:30-13:00.
Mánudaginn 20. apríl verður opið frá kl. 08:30 til 18:00 í Grindavík og Keflavík.
Þriðjudaginn 21. apríl verður opið frá kl. 08:30 til 18:00 í Grindavík og Keflavík.
Miðvikudaginn 22. apríl verður opið frá kl. 08:30 til 18:00 í Grindavík og Keflavík.
Sumardaginn fyrsta, 23. apríl verður opið frá kl. 09:00 til 13:00 í Keflavík.
Föstudaginn 24. apríl verður opið frá kl. 08:30 til 18:00 í Grindavík og Keflavík.
Á kjördag, laugardaginn 25. apríl, verður opið í Keflavík frá kl. 10:00 til kl. 12:00.
Atkvæðagreiðsla á sjúkrahúsum og dvalarheimilum aldraðra fer fram 20. til 22. apríl nk. skv. nánari auglýsingum á viðkomandi stofnunum.

Kjörkassar vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu verða innsiglaðir kl. 10 mánudaginn 2. mars nk. á skrifstofu sýslumanns, Vatnsnesvegi 33, Keflavík.  Umboðsmönnum lista sem ætla að bjóða fram er boðið að vera viðstaddir.
Sýslumaðurinn í Keflavík,

23. febrúar 2009,

Þórólfur Halldórsson, sýslumaður.