Auglýsing tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og tillögu að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu vegna nýs vatnsbóls.

Auglýsing tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 og tillögu að deiliskipulagi ásamt umhverfisskýrslu vegna nýs vatnsbóls.

Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga auglýsir hér með, tillögu að breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Breytingin felst í breyttri staðsetningu á fyrirhuguðu vatnsbóli þéttbýlisins í Vogum (VB-2). Jafnframt er auglýst tillaga að deiliskipulag vegna nýs vatnsbóls ásamt umhverfisskýrslu skv. 1. mgr. 41. gr. sömu laga.

 

Tillögurnar eru settar fram á uppdráttum og greinargerð ásamt umhverfisskýrslu og vísast til þeirra um nánari upplýsingar.

 

Tillögurnar verða til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar frá og með miðvikudeginum 13. maí 2020 til og með miðvikudagsins 24. júní 2020. Tillaga að breytingu á aðalskipulagi liggur einnig frammi hjá Skipulagsstofnun að Borgartúni 7b, Reykjavík. Tillögurnar eru einnig aðgengilegar á vef Sveitarfélagsins Voga, 

https://www.vogar.is/is/thjonusta/skipulag/skipulag-i-kynningu

 

Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillögurnar. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2, 190 Vogar eða á netfangið skrifstofa@vogar.is eigi síðar en miðvikudaginn 24. júní 2020.

 

 

 

Vogum, 13. maí 2020

F.h. bæjarstjórnar,

Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri