TILLAGA
um deiliskipulag lóðar úr landi Stóra Knarrarness í
Sveitarfélaginu Vogum.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga auglýsir hér með tillögu að deiliskipulagi lóðar úr landi Stóra - Knarraness á Vatnsleysuströnd, Spildu á Dal landnr. 211259, skv. 1. mgr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Um er að ræða eina lóð þar sem heimilt verður að byggja allt að 350 m² íbúðarhús ásamt 130 m² vinnustofu og 30 m² gróðurhús, hámarkshæð húsa er 5 m yfir jörðu. Tillagan liggur frammi á skrifstofu sveitarfélagsins Iðndal 2, frá 7. desember 2009 til og með 4. janúar 2010 einnig er hún á heimasíðu sveitarfélagsins www.vogar.is
Þeim sem eiga hagsmuna að gæta er gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna til og með mánudagsins 25. janúar 2010. Skila skal skriflegum athugasemdum til skrifstofu sveitarfélagsins. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna telst samþykkur henni.
Tillagan er í samræmi við auglýst og samþykkt aðalskipulag, sem ekki hefur enn hlotið staðfestingu en er í staðfestingarferli hjá Skipulagsstofnun.
Vogum, 7. desember 2009.
Bæjarstjóri.