Auglýsing - Skipulags- og matslýsingar fyrir aðalskipulagsbreytingu

Skipulags- og matslýsingar fyrir aðalskipulagsbreytingu
Sveitarfélaginu Vogum vegna athafnasvæðis Keilisnesi.

Í samræmi við 1. mgr. 30. greinar skipulagslaga nr. 123/2010 auglýsir Sveitarfélagið Vogar hér með kynningu á skipulags- og matslýsingu fyrir breytingu á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028 vegna áforma um matvæla- og líftækniklasa á svæðinu við Keilisnes í landi Flekkuvíkur og Kálfatjarnar á Vatnsleysuströnd.
Lýsingin er sett fram í greinargerð og má nálgast hana á heimasíðu sveitarfélagsins www.vogar.is.  Hún liggur einnig frammi á skrifstofu sveitarfélagsins að Iðndal 2,  190 Vogum.
Meðan á kynningu lýsingarinnar stendur gefst almenningi kostur á að koma með athugasemdir eða ábendingar og þurfa þær að berast eigi síðar en 17. febrúar 2012 til skrifstofu Sveitarfélagsins Voga, Iðndal 2,  190 Vogum.

 Aðalskipulagsbreyting, athafnasvæði Keilisnesi - tillaga


Vogum, 27. janúar 2012.
F.h. bæjarstjórnar,
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri