Laust er til umsóknar félagslegt leiguhúsnæði í Sveitarfélaginu Vogum. Um er að ræða þriggja herbergja íbúð í fjölbýli, á annarri hæð.
Markmið með úthlutun leiguíbúðar er að sjá til þess að veita þeim fjölskyldum og einstaklingum, sem ekki eru færir um það sjálfir, úrlausn í húsnæðismálum til að leysa úr bráðum vanda á meðan unnið er að varanlegri lausn. sbr. 46. gr. laga nr. 40/1991 um félagsþjónustu sveitarfélaga
Almenn skilyrði fyrir úthlutun á leiguíbúðum eru:
• Umsækjandi hafi átt lögheimili í því sveitarfélagi sem sótt er um sl. 12 mánuði fyrir úthlutun þegar umsókn er tekin til afgreiðslu. Auk þess þann tíma sem leigusamningur varir.
• Umsækjandi skal vera 18 ára þegar sótt er um almenna leiguíbúð
• Umsækjandi eigi ekki í bæjarfélaginu né annars staðar, þegar umsókn er lögð inn, fasteign sem jafna má til íbúðarhúsnæðis.
• Umsækjandi sé ekki leigutaki í kaupleiguíbúð eða hverri þeirri leiguíbúð annarri sem félagasamtök s.s. Öryrkjabandalag Íslands, önnur sveitarfélög eða opinberir aðilar eiga.
• Að eignir og tekjur umsækjanda miðast við eftirfarandi hámarksupphæðir: Eignarmörk eru kr. 4.673.000, tekjumörk eru kr. 4.329.000, fyrir einstaklinga en kr. 6.063.000 fyrir hjón og sambúðarfólk, auk þess kr. 724.000, fyrir hvert barn á framfæri innan 20 ára. Tekjumörk eru miðuð við meðaltal tekna sl. 3 ár. Heimilt er að taka tillit til skuldarstöðu/greiðslubyrði umsækjanda. Litið er til framangreindra marka þegar umsókn berst, allt það tímabil sem líður fram að úthlutun húsnæðis og einu sinni á ári þann tíma sem leigusamningur varir.
• Umsækjandi hafi greiðslugetu til þess að standa undir greiðslu húsnæðiskostnaðar af þeirri íbúð sem til úthlutunar er. Leigukostnaður er innheimtur í gegnum beingreiðslu eða greiðsluþjónustu í banka umsækjanda.
Umsókn skal lögð fram á bæjarskrifstofu Sv. Voga að Iðndal 2, 190 Vogum á þar til gerðu umsóknareyðublaði. Umsókn er ekki tekin til afgreiðslu nema umsóknareyðublað sé rétt útfyllt og undirritað af umsækjanda. Með umsókn þurfa að fylgja eftirtalin gögn:
Með umsókn um félagslega leiguíbúð þurfa að fylgja eftirtalin gögn:
• Skattframtal síðustu þriggja ára
• Launaseðlar umsækjenda og þeirra sem með þeim búa fyrir sex síðustu mánuði eða staðfestingu á reiknuðu endurgjaldi.
• Síðasti greiðsluseðill allra lána, jafnframt yfirlit yfir raðgreiðslur og yfirdrátt.
• Staðfesting á atvinnuleysi, veikindum og /eða örorkumati ef um er að ræða.
Umsókn er ekki tekin til afgreiðslu nema öll tiltekin gögn fylgi.
Umsóknir raðast út frá greiningu þar sem eftirfarandi þættir eru m.a. hafðir til viðmiðunar. Núverandi húsnæðisaðstæður, heilsufar og vinnugeta fjölskyldunnar, atvinnustaða, félagslegar aðstæður, fjölskyldustærð og framfærslubyrði, tekjur, eignarstað sem og búsetulengd í sveitarfélaginu.
Skriflegt tilkynning er send til þeirra er fengið hafa úthlutað íbúðinni. Er þá veittur viku frestur til að tilkynna hvort húsnæðið sé þegið.
Umsóknarfrestur er til og með 13. Júlí 2018.
Frekari upplýsingar má nálgast í síma 420-7500 hjá skrifstofu félagsþjónustu Sandgerðisbæjar, Sv. Garðs og Sv. Voga eða bæjarskrifstofunni í Vogum í síma 440-6200.