Auglýsing- Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga 2008-2028

AUGLÝSING
um tillögu að nýju aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga
2008-2028
 
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga auglýsir skv. 18. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/static/files/import//1997 tillögu að nýju aðalskipulagi Sveitarfélagsins Voga 2008-2028, ásamt umhverfisskýrslu skv. lögum nr. 105/static/files/import//2006.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir við tillöguna.
 
Tillagan verður til sýnis á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga að Iðndal 2, Vogum og hjá Skipulagsstofnun, Laugavegi 166, frá og með 15. maí 2009 til og  með 19. júní 2009 og er hún jafnframt aðgengileg á vef sveitarfélagsins www.vogar.is . Kynningarfundur verður haldinn 21. maí næstkomandi í Tjarnarsal.
Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við tillöguna og umhverfisskýrsluna, en hana má finna í kafla 3 í greinargerð. Frestur til að skila inn athugasemdum  er til 3. júlí 2009.
Hver sá sem eigi gerir athugasemdir innan tilgreinds frests telst samþykkur henni.
Athugasemdum skal skila á skrifstofu Sveitarfélagsins Voga.
 
Vogum, 15. maí 2009.