Atvinnuauglýsing frá Heilsuleikskólanum Suðurvöllum

Aðstoðarleikskólastjóri, deildarstjóri og leikskólakennarar         


Við Heilsuleikskólann Suðurvelli í Vogum eru lausar til umsóknar stöður aðstoðarleikskólastjóra, deildarstjóra og leikskólakennara.

Suðurvellir er þriggja deilda leikskóli sem vinnur eftir viðmiðum Heilsustefnunnar. Virðing og umhyggja eru leiðandi hugtök í leikskólanum og áhersla er lögð á gæði í samskiptum. Yfirmarkmið leikskólans er að auka gleði og vellíðan barna með áherslu á næringu, hreyfingu og listsköpun í leik og starfi.

Menntunar- og hæfniskröfur:
• Leikskólakennaramenntun
• Lipurð og sveigjanleiki í samskiptum
• Frumkvæði, skipulagshæfileikar og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Metnaður í starfi og áhugi á þróunarstarfi

Nánari upplýsingar veitir:

María Hermannsdóttir leikskólastjóri, í síma 4406240

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Umsóknir ásamt ferilskrá óskast sendar á maria@vogar.is

Umsóknarfrestur er til 23. apríl n.k.

Karlar jafnt sem konur eru hvattir til að sækja um starfið