Atvinnuauglýsing-bókasafn-kennsla

Auglýst er staða bókasafns- og upplýsingafræðings við
almennings- og skólabókasafnið í Vogum. Bókasafnið er í Stóru-
Vogaskóla. Almenningssafnið heitir Lestrarfélagið Baldur, það félag
var stofnað í kringum 1880.
Leitað er að bókasafns- og upplýsingafræðingi sem hefur reynslu
af að vinna með börnum og hefur áhuga á að færa skólastefnu
sveitarfélagsins í framkvæmd. Í skólastefnunni segir meðal annars
að stefnt skuli að því að efla færni nemenda til að rýna í upplýsingar
sér til gagns og að leiðbeina nemendum með hagnýta notkun
bóka- og gagnasafna.
Bókakostur safnsins er ágætur. Tölvubúnaður skólans er nýlegur.

Umsóknarfrestur er til 9.júní.

Við Stóru-Vogaskóla vantar kennara í  textílmennt og í almenna kennslu.
Menntunarkröfur: Leitað er eftir einstaklingi með kennsluréttindi.
Laun samkvæmt kjarasamningi Kennarasambands Íslands og Launanefndar Sveitarfélaga.

Umsóknarfrestur er til 3. júní.


Nánari upplýsingar veitir:
Svava Bogadóttir, skólastjóri í símum 440-6250/ 849-3898 /Jón Ingi Baldvinsson aðstoðarskólastjóri í síma 440-6250.  Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á:  svavaboga@vogar.is
http://storuvogaskoli.is/