Heklan, Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja er nýstofnað félag og óskar eftir því að ráða starfsmenn til atvinnuráðgjafar.
Starfssvið:
• Þátttaka í stefnumótun og þróun atvinnumála á vegum félagsins
• Ráðgjöf til einstaklinga, fyrirtækja og sveitarstjórna á sviði atvinnumála
• Samskipti við Byggðastofnun og atvinnuþróunarfélög á landsvísu
• Aðstoð við umsóknir til sjóða og gerð rekstrar- og kostnaðaráætlana
• Ráðgjöf við markaðsmál, vöruþróun og úttektir á möguleikum á atvinnulífi
• Kynningarvinna ásamt samstarfi við atvinnuþróunarnefndir á svæðinu
• Umsjón með frumkvöðlasetri að Ásbrú
• Önnur verkefni er lúta að þjónustu við svæðið
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Þekking á atvinnumálum og vinnumarkaði nauðsynleg
• Þekking af rekstri, áætlanagerð og verkefnastjórnun
• Reynsla af vinnu við markaðs- og kynningarmál
• Geta tjáð sig á íslensku og ensku í ræðu og riti
• Hæfni í samskiptum og samstarfi
• Frumkvæði, metnaður og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Góð tölvukunnátta
Umsjón með starfinu hafa Helga Jónsdóttir (helga.jonsdottir@capacent.is) og Jónína Guðmundsdóttir (jonina.gudmundsdottir@capacent.is) hjá Capacent Ráðningum.
Umsóknarfrestur er til og með 31. júlí nk. Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Capacent Ráðninga, www.capacent.is. Umsóknum eiga
að fylgja ítarlegar starfsferilsskrár og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.
Meginmarkmið Heklunnar er áframhaldandi uppbygging öflugs atvinnulífs á
Suðurnesjum. Heklan mun styðja við vöxt og þróun arðbærra atvinnuverkefna
með því að veita þeim sem til hennar leita aðstoð við að vinna sjálf að framgangi
sinna mála. Heklan mun leggja áherslu á tækifæri í nýjum atvinnugreinum og
atvinnuverkefni sem hafa munu afgerandi áhrif á jákvæða þróun atvinnulífs á
Suðurnesjum. Verkefni sem teljast til atvinnuráðgjafar Heklunnar geta verið mjög
fjölbreytileg. Því leitar Heklan að öflugum starfsmanni sem hefur hæfileika til að stýra
í höfn mörgum ólíkum atvinnuverkefnum á einu gjöfulasta atvinnusvæði Íslands.
Heklan var kaupverðið sem Steinunn greiddi Ingólfi Arnarsyni fyrir Suðurnesin. Í 101. kafla Landnámu (Sturlubók) er sagt frá Steinuði (Steinunni), þar segir; „Hann bauð að gefa
henni Rosmhvalanes allt fyrir utan Hvassahraun, en hún gaf fyrir heklu flekkótta og vildi kaup kalla; henni þótti það óhættara við riftingum“. Heklan er því verðmætið sem greitt
var fyrir Suðurnesin við landnám.