Atvinnu- og nýsköpunarhelgin virkjar Suðurnesjamenn til að kynda undir atvinnulífinu á svæðinu!

Atvinnu- og nýsköpunarhelgi verður haldin á Suðurnesjum þann 30. september til 2. október á Suðurnesjum. Helgarnar eru samstarfsverkefni Landsbankans, Innovit og sveitarfélaga landsins. Atvinnu- og nýsköpunarhelgarnar (ANH) verða haldnar um land allt næstu mánuðina í þeim tilgangi að virkja fólk til athafna og láta góðar hugmyndir verða að veruleika. Á helgunum fá þátttakendur tækifæri til þess að vinna saman að frumgerð vöru eða þjónustu sem síðar getur orðið að fullvaxta fyrirtæki.

Allir geta tekið þátt, bæði þeir sem eru með viðskiptahugmynd og þeir sem vilja vera með í teymi sem vinnur að viðskiptahugmynd. Fjölmargir aðilar með víðtæka reynslu og menntun munu einnig kíkja við yfir helgina, setjast niður með teymum og aðstoða þau við framgöngu hugmyndarinnar. Þá verða nokkur 5-10 mínútna erindi flutt sem eru praktísk og snúa að uppbyggingu hugmyndarinnar. Að helginni lokinni geta þátttakendur síðan unnið áfram með vel mótaðar viðskiptahugmyndir og látið þær verða að veruleika. Verðlaun eru veitt í nokkrum flokkum. Frekari upplýsingar á anh.is.

 



                                                           

                                         Nýútgefin bók Elsu Láru Arnardóttur - Nudd fyrir barnið þitt

 

                                                                     Handverk úr smiðju Ingu Rutar

 

                                                                        Handverk úr smiðju Ingu Rutar

 

                                                                 Bændagisting að Minna Knarrarnesi