Atvinna í Vogum - 2 laus störf

Vilt þú vinna með unglingum?  Félagsmiðstöðin Boran

Laus er til umsóknar staða leiðbeinanda í kvöldstarfi unglinga í félagsmiðstöðinni Borunni. Félagsmiðstöðin býður upp á fjölbreytt tómstundastarf fyrir unglinga á aldrinum 14-16 ára. Um tímavinnu er að ræða.

Helstu verkefni og ábyrgð
• Skipulagning á faglegu tómstundastarfi fyrir unglinga á aldrinum 14-16 ára
• Leiðbeina unglingum í starfi
• Samráð og samvinna við unglinga og starfsfólk

Hæfniskröfur
• Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
• Áhugi á að vinna með unglingum
• Frumkvæði, stundvísi og sjálfstæð vinnubrögð
• Lipurð í mannlegum samskiptum

Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Starfsmannafélags Suðurnesja.
Umsóknir skulu sendast á stefan@vogar.is fyrir föstudaginn 7. september.
Nánari upplýsingar í síma 440-6224.


Laust starf til umsóknar – Starfsmaður íþróttamiðstöðvar

Auglýst er eftir starfsmanni í 100% starf í íþróttamiðstöð (vaktavinna).

Starfið felst í laugargæslu, gæslu í karlaklefa, þrifum og öðrum störfum er tilfalla í íþróttamiðstöðinni.
Hæfniskröfur eru frumkvæði, áræðni, góðir hæfileikar í mannlegum samskiptum og hæfni til að umgangast fólk á öllum aldri.
Starfsmaður verður að standast kröfur sem gerðar eru til starfsfólks sundstaða.

Umsækjendur þurfa að vera 20 ára eða eldri og þurfa að geta hafið störf hið fyrsta.

Íþróttamiðstöðin er reyklaus vinnustaður.

Nánari upplýsingar veitir Stefán Arinbjarnarson, sími 440 6225 stefan@vogar.is

Umsóknarfrestur er til föstudagsins 7. september, 2012.
Umsóknum skal skilað á netfangið stefan@vogar.is fyrir lok þess dags.


Frístunda- og menningarfulltrúi Voga