Markmið: Útivera, fróðleikur og ánægja. Kynnumst náttúru- og söguperlum okkar.
Kvöldferðir, sem taka u.þ.b. 2 1/2 klst. og að auki er ein u.þ.b. 6 tíma laugardagsferð.
Leiðsögn: Viktor Guðmundsson, Halla Guðmundsdóttir, Þorvaldur Örn Árnason og Haukur Aðalsteinsson
Allir velkomnir! Mæting við Íþróttamiðstöðina,
á mánudagskvöldum kl. 19:30, og á laugardegi kl. 10:00.
Athugið, að 1. og 2. göngu hefur verið víxlað frá fyrstu áætlun, Rétt skráð hér.
1. ganga mánud. 5. maí. Vogastapi, leifar hersjúkrahússins Dailey Camp og samkomustaður Vogabúa á Vogaflötum. Mæting við íþróttamiðstöðina kl.19.30.
2. ganga mánud. 12. maí. Fuglar, skipsflök, fjörumór og landbrot. Gengið með ströndinni í Vogum og niður í fjöru. Nú er fulglalífið í fjörunni að ná hámarki. Fróðlegt er að sjá hvernig sjórinn gengur á landið og hvernig hægt er að verjast ágangi hans. M.a. verður gengið á fjörumó að flaki Fjallkonunnar frá árinu 1904. Gott að vera í stígvélum eða skóm sem þola bleytu. Takið með sjónauka og fulgabók þeir sem það eiga. Mæting við íþróttamiðstöðina kl.19.30.
3. ganga mánud. 19. maí. Vogavík og eyðibyggð undir Vogastapa: Brekka, Hólmabúð, Kerlingabúð og fleiri sjóbúðir. Haukur Aðalsteinsson segir frá útgerð á þessu svæði. Mæting við íþróttamiðstöðina kl.19.30.
4. ganga laugard. 24. maí. Tór, Mosar, Lambafell, Eldborg.
Mæting við íþróttahúsið kl. 10.00 og ekið þaðan í malarnámu við Afstapahraun. Þar verða fyrstu Tórnar skoðaðar, en það eru gróðureyjar í yngra hrauni. Síðan verður gengið í allar Tórnar, en þær munu vera 7 að tölu. Síðan gengið að Mosum og þá Lambafelli og gegnum það ef tíminn leyfir. Endað á bílastæði við Eldborg þar sem bíll mun ferja okkur að bílunum.Töluverð vegalengd eftir mis greiðum götum í hrauni.
5. og síðasta gangan mánud. 2. júní: Gömul leið milli Voga og Brunnastaðahverfis. Genginn hluti þeirrar leiðar sem Vogabörn gengu í Brunnastaðaskóla og komið við í Grænuborg, Vorhúsum og fleiri eyðibæjum Komið að Kristmundarvörðu þar sem drengur varð úti fyrir nærri öld síðan og sögð saga af því.
Halla, Viktor og Þorvaldur.