Áskorun íbúa á Vatnsleysuströnd afhent

Laugardaginn 9. apríl afhenti Birgir Þórarinsson bæjarstjóra áskorun íbúa á Vatnsleysuströnd til bæjarstjórnar. Íbúarnir skora á bæjarstjórn að beita sér fyrir auknum hitaveituframkvæmdum á Vatnsleysuströnd eða jöfnun húshitunar með öðrum hætti.
 
Áskorunin var afhent á fundi er Jakob Árnason boðaði til á Auðnum. Hann fór yfir sögu leitar að heitu vatni á Auðnum. Rætt var um möguleika á frekari borunum og hugsanlega nýtingu á varma. Bæjarstjórn fagnar  framtaki Jakobs og sér möguleika til framtíðar ef hægt verður að virkja orku á Vatnsleysuströnd.

Birgir Þórarinsson