var samþykktur á fundi bæjarstjórnar fimmtudaginn 17.05.2013.
Rekstrarniðurstaða bæjarsjóðs var jákvæð um 178 miljónir króna, en rekstrarniðurstaða A og B hluta bæjarsjóðs var jákvæð um 192 miljónir króna, sem er mikill viðsnúningur frá fyrra ári. Helsta skýring bættrar afkomu eru áhrif fjárhagslegrar endurskipulagningar Eignarhaldsfélagsins Fasteignar (EFF). Sveitarfélagið Vogar hefur ákveðið að kaupa til baka þær fasteignir sem eru í eigu EFF á þessu ári og því næsta. Kaupin verða að mestu fjármögnuð með inneign sveitarfélagsins í Framfarasjóði, sem og öðru handbæru fé. Einnig er gert ráð fyrir að ráðast í lántöku í lok árs 2014 að fjárhæð 400 m.kr. Eiginfjárhlutfall sveitarfélagsins er nú um 40% og skuldahlutfall um áramót var um 95%. Leyfilegt hámark skuldahlutfalls er 150% af tekjum, samkvæmt fjármálareglum sveitarstjórnarlaga, og sveitarfélagið því vel innan þeirra marka. Þá hefur sveitarfélagið einnig náð að uppfylla ákvæði jafnvægisreglu sveitarstjórnarlaganna, og hefur því náð að uppfylla öll skilyrði sveitarstjórnarlaganna einungis tveimur árum eftir gildistöku þeirra. Það ríkir því bjartsýni um rekstur og afkomu sveitarfélagsins Voga á næstu árum, sem er ánægjulegt eftir að nokkur erfið ár í rekstrinum í kjölfar afleiðinga efnahagshrunsins 2008.